Fræðslufundur í Setrinu mánudaginn 12. mars

Mánudaginn 12. mars verður fræðslufundur í Setrinu, Hátúni 10, kl. 16:30. Gestur fundarins er Jónína Hafliðadóttir, hjúkrunarfræðingur á taugalækningadeild Landspítalans en hún er með sérhæfingu í parkinsonsjúkdómi. Hún verður með fræðslufyrirlestur sem ber yfirskriftina Lyf og lyfjagjafir við Parkinsonsveiki.

Allir hjartanlega velkomnir.

Fundurinn verður í beinni útsendingu á Facebook síðu Parkinsonsamtakanna.