Fræðslufundur: Holl og góð næring

Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur heldur erindi um holla og góða næringu á fræðslufundi Parkinsonsamtakanna. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 19. apríl kl. 13:00 í Seljakirkju í Breiðholti (sjá kort).

Holl næring er mikilvæg alla lífsleiðina. Þegar fólk eldist þarf líkaminn áfram sína næringu og orku og stundum þarf jafnvel að orku- og próteinbæta mataræðið sérstaklega og breyta áferð fæðisins tímabundið eða til langframa. Allt þetta mun Fríða Rún fara yfir með okkur og hafa fræðslu og leiða umræður.

Fríða Rún Þórðardóttir er næringarfræðingur og næringarráðgjafi í eldhúsi Landspítala, hjá Endurhæfingarteymi Reykjavíkurborgar og Parkinsonsamtökunum og MS nemi við Háskóla Íslands.

Engin skráning – Verið velkomin.