Fræðsla á Zoom: Velferð til sjálfræðis fyrir okkur öll

Fræðsla á Zoom: Velferð til sjálfræðis fyrir okkur öll, miðvikudaginn 28. október kl. 16:30 á Zoom.
 
Birna Bjarnadóttir flytur erindi um mikilvægi þess að við temjum okkur að nota snjalltæki og alls konar öpp, af hvaða gerð sem er. Læra að nota rafræna tækni til að auðvelda okkur hvaðeina í daglegu lífi.
 
Við verðum að temja okkur þessa tækni á meðan við getum og þorum að læra því í framtíðinni mun nýting þessarar tækni aðeins aukast.
 
Við erum að sjá rafræna tækni í auknum mæli inni á sjúkrahúsum, hjúkrunar- og dvalarheimilum. Þau munu líka vera til notkunar inni á heimilum almennt. Þannig að ef við lifum það að komast á hjúkrunarheimili þegar við eldumst þá er betra að vera í góðri þjálfun og kunna á rafræn tæki, og ekki bara á bankaappið.
Birna mun segja frá nokkrum tækjum og búnaði tengdum velferðartækni en á þessu sviði er hröð þróun.
 
Birna er fv. framkvæmdastjóri og síðar deildarstjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún hefur tekið þátt í starfi samtaka eldri borgara á Norðurlöndunum og verið fulltrúi þeirra í nefndum á vegum AGE Platform verkefnis Evrópuráðsins um heilbrigða öldrun.
 
Join Zoom Meeting