fbpx
Parkinsonsamtökin

Frábær árangur í Reykjavíkurmaraþoni

Reykjavíkurmaraþonið fór fram á laugardaginn. Parkinsonsamtökin tóku virkan þátt í hátíðarhöldunum og voru með bás á skráningarhátíðinni í Laugardalshöll í síðustu viku og voru með hvatningarstöð á laugardaginn við Suðurströnd á Seltjarnarnesi. Það voru 79 hlauparar sem fóru 926km og söfnuðu heilum 2.201.100 kr.

Við viljum þakka öllum þeim sem tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og söfnuðu áheitum fyrir Parkinsonsamtökin, öllum sem voru á hliðarlínunni á hvatningarstöðinni okkar og síðast en ekki síst öllum þeim sem lögðu söfnunni lið með áheitum. Við erum gríðarlega þakklát fyrir stuðninginn!