fbpx

Fótboltatreyja Andra Rúnars til styrktar Parkinsonsamtökunum

Andri Rúnar Bjarnason. Ljósmynd: charityshirts.is

Bolvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason er með áritaða Helsingsborgs IF treyju á lottó uppboði til styrktar Parkinsonsamtökunum. Hægt er að styðja þetta glæsilega málefni með því að fara inn á www.charityshirts.is og taka þátt í uppboðinu og eiga þannig möguleika á að vinna treyjuna hjá markaskoraranum Andra Rúnari fyrir aðeins 1.000 kr. Dreginn verður út vinningshafi í leiknum mánudaginn 20. ágúst kl. 19:00! Allur ágóði rennur til Parkinsonsamtakana.