Fjölskyldufræðingur hefur störf hjá Parkinsonsamtökunum

Gunnhildur Heiða Axelsdóttir, fjölskyldufræðingur, mun hefja störf hjá Parkinsonsamtökunum mánudaginn 23. apríl. Gunnhildur Heiða er að auki með framhaldsmenntun í uppeldis-og menntunarfræðum með áherslu á þroskaþjálfun og fötlunarfræði frá H.Í. Hún hefur sérhæft sig í málum er varðar fólk með langvarandi sjúkdóma og fatlanir, réttindi þeirra, þjónustustuðning og leiðir til að hver og einn fái notið sín sem best. Gunnhildur Heiða mun starfa í Setrinu hjá Parkinsonsamtökunum, Félagi nýrnasjúkra og Laufi félagi flogaveikra. Hægt er að panta tíma hjá Gunnhildi Heiðu í fjölskylduráðgjöf eða til að fá ráðgjöf varðandi réttindamál með því að hringja í s. 552-4440 eða með því að senda tölvupóst á parkinsonsamtokin@gmail.com. Einnig er hægt að óska eftir ráðgjöf í gegnum Skype eða síma. Athugið að um tímabundið verkefni er að ræða svo mikilvægt að þeir sem vilja nýta sér þjónustuna geri það sem fyrst. Viðtöl og ráðgjöf hjá Gunnhildi Heiðu eru félagsmönnum í Parkinsonsamtökunum að kostnaðarlausu.

Við bjóðum Gunnhildi Heiðu velkomna til starfa.