fbpx

Feldenkrais námskeið á Akureyri 17. og 18. febrúar

Sjálfsbjörg Akureyri og PAN standa fyrir komu Sibyl Urbancic  sem mun halda námskeið á Bjargi eftir Feldenkrais-kennslukerfi sem gagnast hefur parkinsonsjúkum vel. Námskeiðið er ætlað til að auka hreyfivitund þáttakenda og byggist á léttum líkamsæfingum sem eru miðaðar við ástand hvers og eins og engar kröfur gerðar um hæfni eða afköst. Sibyl sem er sérmenntuð á þessu sviði hefur kennt þessar æfingar til fjölda ára. Verði er stillt í hóf (2.500 kr. fyrir 90 mín. tíma) og getur hver valið hve marga tíma hann tekur.

Dagskráin verður væntanlega þessi:

Föstudaginn 16. febrúar kl 17.00

Fyrirlestur og kynning – verður nánar auglýst í N4

Laugardaginn 17. febrúar – mæting kl. 13:30

  1. tími 14:00- 15.30
  2. tími 16:00 – 17.30.

Sunnudagur 18. Febrúar – mæting kl. 10:30

  1. tími 11:00 – 12:30
  2. tími 13:30 – 15:00:

Skráning hjá Eiríki í síma 860-4950 eða Óskari í síma 893-6257