Date

07.12.2022
Lokið

Time

10:00 - 11:00

Staðsetning

Lífsgæðasetur St. Jó
Suðurgata 41, 220 Hafnarfjörður

Núvitundarnámskeið 23. nóvember–7. desember

Núvitund – að læra að lifa með því sem er

3 vikna núvitundarnámskeið í umsjón Önnu Dóru Frostadóttur sem er sérfræðingur í klínískri sálfræði og núvitundarkennari. Námskeiðið hefst mið. 23. nóvember kl. 10 í Takti og verður vikulega í þrjú skipti.

  • Námskeiðið er fyrir alla sem vilja kynna sér nálgun núvitundar til að takast á við áskoranir lífsins og auka almenn lífsgæði sín.
  • Sýnt hefur verið fram á að núvitundarþjálfun dregur úr streitu og bætir almenna vellíðan – eins og aukna hugarró og sátt við lífið eins og það er.
  • Núvitundarþjálfun hjálpar okkur jafnframt að staldra við “hér og nú” og lifa í auknum mæli í samræmi við lífsgildi okkar. Styður okkur í því að vanda okkur í því að vera þær manneskjur sem við viljum vera.

Tímar:

  • Miðvikudaginn 23. nóv. kl. 10–11
  • Miðvikudaginn 30. nóv. kl. 10–11
  • Miðvikudaginn 7. des. kl. 10–11

Hvar: Í Takti á 3. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó, Suðurgötu 41 í Hafnarfirði (sjá kort)

Fyrir hverja: Námskeiðið er fyrir fólk með parkinson og parkinsonskylda sjúkdóma – og maka þeirra.

Verð: 0 kr. Námskeiðið er niðurgreitt og því eingöngu í boði fyrir félagsmenn í Parkinsonsamtökunum. Nauðsynlegt er fyrir alla að skrá sig til að tryggja sér sæti á námskeiðinu.

Skráningin á námskeiðið virkar fyrir alla 3 tímana. Ekki þarf að skrá sig sérstaklega í hvern tíma eins og þegar um opna tíma er að ræða.

Labels

Nýtt

Leiðbeinandi

Umsjón

Taktur
Taktur
Phone
552-4440
Email
parkinson@parkinson.is
Website
https://parkinson.is