fbpx

Erica iðjuþjálfi í Setrinu föstudaginn 1. júní

Vegna fjölda áskorana ætlar Erica að vera með eitt skipti í viðbót í iðjuþjálfun. Hún verður hjá okkur föstudaginn 1. júní kl. 13:30 í Setrinu, Hátúni 10. Erica verður með handaæfingar og svo verður hún með stuðningstæki til sýnis og getur sótt um stuðningstæki fyrir þá sem þurfa á þeim að halda. Þetta er síðasta skiptið á þessari önn sem Erica verður hjá okkur og hvetjum alla til að nýta þetta frábæra tækifæri.