Er fólk með parkinson í áhættuhópi vegna COVID-19?

Hérna er svar frá Guðrúnu Rósu, taugalækni:

„Það virðist ekki vera mikil áhætta, allavega ekki þannig að fólk með parkinsonveiki tilheyri þeim sem hafa mesta áhættu en ég tel þá með parkinson sem hafa haft sjúkdóminn í mörg ár, eru mjög fullorðnir og hafa verulega skert úthald ættu að fara varlega. Gætu verið lengur að losa sig við lungnabólgur. Mikilvægt að þeir vöðvar sem þarf að virkja við hósta, það er þind og millirifjavöðvar brjóstkassa séu vel þjálfaðir/virkjaðir. Að fá lungnabólgubólusetningu gæti verið jákvætt þar sem COVID veiran hefur tilhneigingu til að valda lungnabólgu. Held að það sé mikilvægt að bíða ekki of lengi með að fá sýklalyf ef einkenni benda til þess að um einkenni lungnasýkingar séu í uppsiglingu og meðhöndla líka með berkjuvíkkandi og slímlosandi. Passa upp á að hafa nóg af sínum lyfjum heima, fá nógan svefn og taka fjölvítamin.“

Ágætt yfirlit hér: https://parkinsonsnewstoday.com/information-about-covid-19-for-parkinsons-patients/

Einnig má finna upplýsingar um parkinson og COVID-19 á heimasíðu EPDA: https://www.epda.eu.com/latest/covid-19-coronavirus/