Vorferð á Suðurnesin 4. maí

ATH! Vorferðinni hefur verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.

Vorferð Parkinsonsamtakanna verður laugardaginn 4. maí. Mæting um kl. 10.00 í Mjóddinni í Breiðholti og lagt af stað kl. 10.30 frá bílastæðinu við Sambíóin Álfabakka. Ekið til Grindavíkur og snæddur hádegisverður á veitingastaðnum Hjá Höllu. Síðan er ekið í Rokksafnið og það skoðað og að því loknu farið í kaffi í Duushúsi. Gert ráð fyrir heimkomu kl. 17-18.

Verð er 5.000 kr. fyrir félagsmenn en 6.500 kr. fyrir aðra. Greitt er í rútunni, eingöngu tekið við kortum og það er posi á staðnum. Allt innifalið í verðinu, rúta, hádegisverður á veitingastaðnum Hjá Höllu, aðgangseyrir í Rokksafnið og kaffi og kaka í Duushúsi.