fbpx

Parkrímur með Parkavísur

Á Styrktartónleikum Parkinsonsamtakanna kom m.a. fram rímnahópurinn Parkrímur. Hópurinn kemur aldrei fram undir sama nafni tvivar og er það sérstaklega gert til að forðast heimsfrægð. Hópurinn söng tvær vísur um parkinsonsjúkdóminn sem má lesa hér:

Aðalsteinn Eyþórsson:

Skakast mundir, hristast hné
hamförum það líkt er.
Handaskjálftinn held ég sé
hátt í fimm á Richter.

Liggur stífni í liðum vond,
lint er hryggjarstykki.
Ég er eins og Jam-es Bond
jafnan blandar drykki.

Þótt leggist fúi á líkamsfley
og limi mína alla,
hristur er, en hrærður ei.
Huggun það má kalla.

Skúli Pálsson:

Veiðir fisk og fiður þerrar fuglinn djarfur
sitjandi á skeri skarfur,
skiljanlega alveg stjarfur.

Sumir barma sér ef skortir sæta vínið,
eða bara uppá grínið.
Aðra vantar dópamínið.