fbpx

Parkinsonkaffi með jólaþema 13. desember

Fimmtudaginn 13. desember verður Parkinsonkaffi með jólaþema í Setrinu, Hátúni 10 kl. 17.00. Það verður opið hús og kaffispjall eins og vanalega en jólastemmning og kósýheit þar sem það styttist í jólahátíðina.
Parkinsonsamtökin áttu 35 ára afmæli þann 3. desember og verður boðið upp á köku til að fagna þeim tímamótum.

Málverk eftir Elínu Káradóttur verða á uppboði en allur ágóði rennur beint til Parkinsonsamtakanna.