Námskeið í sjálfsheilun – hvernig hugsum við um okkur sjálf

Gunnhildur Heiða Axelsdóttir, fjölskyldufræðingur, verður með námskeið í sjálfsheilun hjá Parkinsonsamtökunum.

Lærum að hlúa að okkur á réttan hátt og efla skilning okkar á eigin þörfum.

– Farið verður í æfingar til að losa um tilfinningalega spennu
– Öndunaræfingar
– Hugleiðsluæfingar (núvitund)
– Skapandi hugsýnir (mikilvægt til að stýra líðan sinni og hafa áhrif á heilsuna)
– Sjálfsdáleiðsluæfingar
– Mataræði

Námskeiðið er byggt upp á æfingum sem efla tilfinningu fyrir eigið ágæti (eiginleikum) og hvað það er sem við viljum laða fram í fari okkar. Kenndar eru sannreyndar æfingar til að bæta svefn, lágmarka kvíða, streitu og depurð.

Námskeiðið verður annan hvern mánudag í fimm skipti og kostar 5.000 kr. fyrir félagsmenn í Parkinsonsamtökunum en 7.500 kr. fyrir aðra. Þátttakendur fá æfingar til að vinna á milli tímanna og æfa sig í. Námskeiðið byrjar 28. janúar kl. 14.00–15.30 í Setrinu, Hátúni 10.

Ath! Allir geta skráð sig í Parkinsonsamtökin og fengið lægra verð á námskeið og aðra viðburði hjá Parkinsonsamtökunum. Það borgar sig að vera félagsmaður.

Uppfært 28. janúar 2019: Skráningu er lokið.