fbpx

Gjöf í tilefni 80 ára afmælis

Hjónin Hreiðar Aðalsteinsson og María Þorleifsdóttir komu færandi hendi með gjöf handa Parkinsonsamtökunum á dögunum. Hreiðar fagnaði 80 ára afmæli þann 3. september sl., sama dag og Parkinsonsamtökin áttu 35 ára afmæli. Í stað afmælisgjafa óskaði Hreiðar eftir því að gestirnir myndu frekar gefa pening sem myndi renna beint til Parkinsonsamtakanna.

Við sendum þeim hjónum okkar bestu þakkir fyrir þennan einstaka hlýhug í garð Parkinsonsamtakanna.