fbpx

Einkenni

Einkenni parkinsonsjúkdómsins má skipta á eftirfarandi hátt:

Hreyfieinkenni (e. otor symptoms) – einkenni sem varða hreyfingu, s.s. skjálfti, frosin staða og stirðleiki.

Ekki-hreyfieinkenni (e. non-motor symptoms) – einkenni sem tengjast ekki hreyfingu, s.s. þreyta, þunglyndi og verkir.

Auk þess skipta læknar einkennum veikinnar í aðal-og aukaeinkenni.

Aðaleinkenni eru augljósust eða hafa mestu áhrifin. Þrjú aðaleinkenni parkinsonsveiki eru öll hreyfieinkenni: skjálfti, stífni eða stirðleiki og hægar hreyfingar. Parkinson hefur einnig áhrif á jafnvægi og líkamsstöðu svo skert jafnvægi og hokin líkamsstaða er stundum talið fjórða aðaleinkennið.

Aukaeinkenni eru ekki eins augljós en hafa samt sem áður áhrif á lífsgæði. Það getur verið hvort heldur sem er hreyfieinkenni eða ekki-hreyfieinkenni.

Parkinson er mjög einstaklingsbundinn sjúkdómur, einkennin mjög mismunandi frá einum einstaklingi til annars. Margvísleg einkenni tengjast parkinsonssjúkdómnum en ekki fá allri öll einkennin.

Einkenni koma venjulega smám saman í ljós, oftast byrja þau í annarri hlið líkamans, en fara síðar yfir í báðar. Eftir því sem líða tekur á sjúkdóminn koma einkennin betur í ljós en framvinda hans er mjög mismunandi hjá þeim sem við hann glíma. Hjá mörgum eru einkennin sveiflukennd frá degi til dags og sjúklingurinn á sína góðu og slæmu daga.