fbpx

DJ Vilborg í heimsókn hjá Radio Parkies í Belgíu

DJ Vilborg fór nýlega í heimsókn til Belgíu og hitti þar DJ Spilly stofnanda Radio Parkies, DJ Chrissy, DJ Carine, DJ Mario, DJ Rita og DJ Agnes sem er á áttræðisaldri og sendir út þætti á Radio Parkies í hverri viku. Í ferðinni hitti Vilborg einnig formann ungs fólks með Parkinson í Belgíu. Vilborg var á námskeiði hjá Radio Parkies og þau notuðu tækifærið og sendu út nokkra þætti frá Belgíu. Hægt er að hlusta á upptökurnar frá Belgíu ásamt eldri upptökum hérna.