Dagskrá Parkinsonfélags Akureyrar og nágrennis

Laugardaginn 27. janúar kl. 12:00. Fræðslufundur í Lionssalnum, Skipagötu 14 Akureyri. Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur og aðstandandi verður með fræðslu fyrir Parkinsongreinda og aðstandendur þeirra með áherslu á aðstandendur.

Helgina 16.-18. febrúar verður Feldenkrais námskeið með Sybil Urbancic. Feldenkrais er æfingakerfi sem hefur gagnast Parkinsongreindum vel (staðsetning auglýst síðar).

Laugardaginn 18. mars kl. 14:00. Aðalfundur Parkinsonfélags Akureyrar og nágrennis (staðsetning auglýst síðar).

Miðvikudaginn 11. apríl. Alþjóðlegi parkinsondagurinn (nánar auglýst síðar).

Annað sem er í gangi:

  • Parkinsonleikfimi er á Bjargi tvisvar í viku, á þriðjudögum og föstudögum kl. 10:30. Nýir félagar velkomnir og hafi samband við Möggu á Bjargi sem leiðbeinir þeim með tilvísun.
  • Stjórnin fundar síðasta þriðjudag í mánuði, – senda má stjórninni erindi á netfangið parkinsonfelag@gmail.com eða hringja í Arnfríði formann í síma 899-3480.

Góð kveðja,
Arnfríður Aðalsteinsdóttir, formaður Parkinsonfélags Akureyrar og nágrennis.
Netfang: parkinsonfelag@gmail.com