Bimbuhátíð í Iðnó 21. september 2022

290610779_5544562682241693_4007323320098291227_n

Hátíð til minningar um Ingibjörgu Pétursdóttur (Bimbu) verður haldin í Iðnó á afmælisdegi hennar 21. september nk. Bimba var virkur félagsmaður í Parkinsonsamtökunum um árabil og hennar er minnst með mikilli hlýju.

Vinir og vandamenn hennar bjóða öllum á Bimbuhátíðina sem er opinn viðburður til styrktar Parkinsonsamtökunum og eru félagsmenn í samtökunum sérstaklega hvattir til að mæta á þessa yndilegu stund.

Um viðburðinn
Um leið og við heiðrum minningu Bimbu, notum við tækifærið til að styrkja gott málefni. Parkinsonsamtökin á Íslandi voru Bimbu og ástvinum hennar kær, þess vegna er okkur ljúft og skylt að styrkja þau.
 
Í anda Bimbu verður lögð áhersla á söng og gleði og höfum við fengið frábært listafólk til liðs við okkur. Þökkum við þeim kærlega fyrir að gefa vinnu sína til styrktar góðu málefni.
 
Fram koma:
Léttsveitin, kórinn hennar Bimbu
Sérfræðingar að sunnan, geðgóð hippatónlist
Tríóið Fjarkar, dásemdar doo-wop
Björn Thoroddsen, dýrindis djass
 Kynnir verður Hilmar Guðjónsson, leikari

Hátíðin verður haldin í Iðnó, miðvikudaginn 21. september 2022, húsið opnar kl.18:30 en dagskrá hefst kl.19:30. Veitingasala á staðnum. Aðgangseyrir er frjáls framlög til Parkinsonsamtakanna. Stofnaður hefur verið sérstakur reikningur í tengslum Bimbuhátíðina:
Reikningsnúmer: 0515-14-505020 – Kt. 010950-3259
 
Parkinsonsamtökin eru af stórhug að byggja upp þjónustu fyrir fólk með parkinson og aðstandendur þeirra. Og viljum við leggja þessu mikilvæga starfi lið:
„Taktur miðstöð Parkinsonsamtakanna hefur opnað í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði. Þar verður boðið upp á þjónustu við fólk með parkinson og skylda sjúkdóma og aðstandendur þeirra.“ Nánar hér: https://parkinson.is/taktur-midstod-parkinsonsamtakanna/
 
Takið daginn frá! Hlökkum til að sjá ykkur sem flest í Iðnó 21. september.