fbpx

Anna Björnsdóttir taugalæknir komin með samning við SÍ

Anna Björnsdóttir, taugalæknir og sérfræðingur í parkinson, er komin með samning við Sjúkratryggingar Íslands frá og með mánudeginum 15. október. Sjúklingar sem leita til hennar munu því ekki bera af því óeðlilegan kostnað heldur greiða sama verð og hjá öðrum sérgreinalæknum. Eins og áður geta einstaklingar með parkinson eða grun um parkinson hringt í Læknasetrið í Mjódd og fengið tíma hjá Önnu en aðrir þurfa tilvísun frá heimilislækni.

Frétt á mbl.