fbpx

Alþjóðlegi parkinsondagurinn 11. apríl 2018

Í tilefni af alþjóðlega parkinsondeginum verða Parkinsonsamtökin með dagskrá á Kaffi Nauthól miðvikudaginn 11. apríl kl. 14:30-17:00.

Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfari, fjallar um hreyfingu sem meðferð, Brynhildur Scheving Thorsteinsson, sérfræðingur í klínískri sálfræði, fjallar um góðvild í eigin garð og annarraSýnd verða myndbönd frá #UniteForParkinsons verkefninu og fyrirtæki verða með kynningar á vörum og þjónustu. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti.

Þátttakendur verða að skrá þátttöku í síðasta lagi mánudaginn 9. apríl. Verð: 1.500 kr., greitt er á staðnum (helst með korti) en við verðum með posa.

Uppfært: Skráningu er lokið.