fbpx

Alþjóðadagur parkinsonsjúkdómsins 11. apríl 2016

Í dag, mánudaginn 11. apríl, er alþjóðadagur parkinsonsjúkdómsins en dagurinn og raunar allur aprílmánuður er notaður til að auka vitund um parkinsonsjúkdóminn um allan heim. Hér er hægt að sjá lista yfir marga viðburði sem eru á dagskrá í Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada. En hér á Íslandi ætlum við að halda upp á daginn með Galadansleik á Grand Hóteli laugardaginn 16. apríl. Nánari upplýsingar, dagskrá og miðasölu má finna hér.