Aðgengi að sálfræðiþjónustu – málþing

Öll þurfum við á sálrænum stuðningi að halda á lífsleiðinni. Vandi sem við vinnum ekki úr getur auðveldlega versnað svo að erfitt er að snúa við. Sjaldan hafa fleiri þurft á aðstoð að halda en á þessum krefjandi tímum, en meðferð er dýr og hefur ekki verið niðurgreidd.

Heilbrigðisráðherra hefur lagt áherslu á geðheilbrigðismál, meðal annars með fjölgun sálfræðinga á heilsugæslustöðvum, en biðlistar eru langir. Um áramótin tóku gildi lög um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu sem hafa ekki enn komið til framkvæmdar. Er ekki tími til kominn? Eftir hverju er verið að bíða?

Staður: Grand hótel (skráning er háð gildandi takmörkun á samkomum vegna sóttvarna) og Zoom.
Stund: þriðjudagurinn 20. apríl, kl. 13-17.

Dagskrá  – birt með fyrirvara um breytingar

13.00 – Velkomin – Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ
13.10 – Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra
13.30 – Kristbjörg Þórisdóttir, sálfræðingur á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
13.50 – Bergþór Njarðvík, notandi heilbrigðisþjónustu
14.10 – Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar
14.30 – Hlé
15.00 – Tryggvi Guðjón Ingason, formaður Sálfræðingafélags Íslands
15.20 – Emil Thoroddsen formaður málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál
16.00 – Pallborðsumræður með fulltrúum flokka á Alþingi
16.50 – Samantekt og lokaorð
17.00 – Málþingi slitið

Tákn- og rittúlkun í boði.
Hægt verður að leggja fram spurningar gegnum Slido forritið meðan á málþingi stendur.

Skráning á mottaka@obi.is

Parkinsonsamtökin

Lífsgæðasetur St. Jó
Suðurgata 41
220 Hafnarfjörður

552-4440
parkinsonsamtokin@gmail.com

Kennitala: 461289-1779
Bankanúmer: 111-26-25

Póstlisti