fbpx

Aðalfundur Parkinsonsamtakanna 2018

Aðalfundur Parkinsonsamtakanna var haldinn fimmtudaginn 22. mars. Fundarstjóri var Hildur Helga Gísladóttir og fundarritari Hermann Þór Snorrason.

Á fundinum voru almenn aðalfundarstörf: Torfi Áskelsson, formaður, flutti skýrslu stjórnar. Jón Þórir Leifsson, gjaldkeri, kynni rekstur og efnahag í ársreikningi og kynnti fjárhagsáætlun næsta starfsárs. Tekin var ákvörðun um að hækka félagsgjöld um 500 kr. úr 3.000 kr. í 3.500 kr. Samþykkt var að umsýslugjald deilda verði 15% af þessu gjaldi.

Parkinsonfélag Akureyrar og nágrennis voru tekin inn í Parkinsonsamtökin og verða deild innan samtakanna.

Nokkur breyting var á stjórn samtakanna en Torfi Áskelsson og Jón Þórir Leifsson gáfu ekki kost á sér áfram. Engar breytingar urðu á skoðunarmönnum reikninga og laganefnd.

Stjórn:

 • Vilborg Jónsdóttir, formaður
 • Aðalsteinn Sveinsson
 • Ágústa Kristín Andersen
 • Ingibjörg Hjartardóttir
 • Jóhann Kristinn Rafnsson

Varastjórn:

 • Björn Arnar Rafnsson
 • Reynir Kristinsson

Skoðunarmenn reikninga:

 • Ólína Sveinsdóttir
 • Hjörleifur Ólafsson

Laganefnd:

 • Guðrún Jónsdóttir
 • Ólína Sveinsdóttir
 • Snorri Már Snorrason

Aðalsteinn Sveinsson bauð nýtt fólk velkomið í stjórn og þakkaði þeim sem eru að fara úr stjórnarstörfum fyrir afar góða vinnu undanfarin ár.

Nýr formaður, Vilborg Jónsdóttir, sleit fundinum.

Skýrsla stjórnar 2017-2018.