4 vikna jóganámskeið hefst 20. september

4 vikna jóganámskeið hefst mánudaginn 20. september. Jógaæfingarnar eru gerðar bæði standandi og í stól. Áherslan er á slökun, öndun og núvitund og mildar æfingar. Námskeiðið hentar bæði fyrir fólk með parkinson og aðstandendur þeirra.

Námskeiðið verður kennt í 4 vikur á mánudögum og miðvikudögum kl. 11-12 Lunganu í Lífsgæðasetri St. Jó, Suðurgötu 41 í Hafnarfirði (sjá kort). Fyrsti tíminn er mánudaginn 20. september.

Jógakennari er Kolbrún Þórðardóttir, kennari, hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur og jógakennari til margra ára.

Verð: 12.000 kr. Námskeiðið er aðeins fyrir félagsmenn í Parkinsonsamtökunum en hér er hægt að gerast félagi.

SKRÁNING