Viltu prófa WalkMe?

Parkinsonsamtökin munu á næstu dögum fá að láni WalkMe sem er nýtt raftæki sem hjálpar fólki með Parkinson sem á erfitt með gang. WalkMe er þróað af frönsku fyrirtæki sem heitir Resilient Innovation. Við fáum tækið lánað í 3 vikur og óskum eftir fólki sem vill prófa tækið í 2-3 daga. Við viljum endilega að sem flestir prófi þetta tæki svo við getum fengið upplýsingar um hvernig það virkar. Þeir sem hafa áhuga á að fá tækið að láni til prófunar sér að kostnaðarlausu geta haft samband við skrifstofu Parkinsonsamtakanna í s. 552-4440 alla virka daga kl. 8.30-13.30.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af því hvernig tækið virkar.