Vika í aðalfundinn, fimmtudaginn 17. mars

Núna er aðeins vika í aðalfund Parkinsonsamtakanna. Enn er hægt að bjóða sig fram í stjórn eða nefndir. Við óskum eftir góðu fólki til að starfa með okkur næstu tvö árin að spennandi verkefnum sem öll eiga það sameiginlegt að stuðla að bættri þjónustu og betri lífsgæðum fyrir fólk með Parkinson og fjölskyldur þeirra. Vertu með og hjálpaðu okkur að gera heiminn aðeins betri en hann er.