Tökum þátt í kröfugöngu og hátíðarhöldum 1. maí

Tökum þátt í kröfugöngu og hátíðarhöldum 1. maí. Öryrkjabandalag Íslands ætlar að gefa göngufólki buff og safna undirskriftum til stuðnings áskorun til stjórnvalda um að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eigi síðar en á haustþingi 2015. Ísland er eitt af fjórum Evrópuríkjum sem eiga eftir að fullgilda samninginn!

Öryrkjabandalagið ætlar að bjóða aðildarfélögum upp á súpu í húsnæði sínu í Sigtúni 42 kl. 11:30 en nauðsynlegt er að skrá sig í hádegisverðinn hjá Önnu Guðrúnu á netfanginu anna@obi.is eða í síma 530-6700. Gangan hefst síðan á Hlemmi kl. 13:30 en hægt er að sameinast göngunni á leiðinni eða á Ingólfstorgi þar sem henni lýkur.
OBI_1.mai2015