Takk fyrir stuðninginn í Reykjavíkurmaraþoninu 2017

Það hefur varla farið fram hjá neinum að Reykjavíkurmaraþonið fór fram á laugardaginn. Það voru 66 frábærir hlaupara sem hlupu til góðs og söfnuðu áheitum fyrir Parkinsonsamtökin, þeir hlupu 908 km fengu 321 áheit og söfnuðu hvorki meira né minna 1.486.787 krónum. Við erum full af þakklæti og sendum öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum okkar bestu þakkir fyrir.

Parkinsonsamtökin voru með hvatningarstöð í Reykjavíkurmaraþoninu til að hvetja áfram hlauparana okkar. Á Instagram síðu Parkinsonsamtakanna má sjá myndir og myndbönd frá hvatningarstöðinni.