Tai chi eða talþjálfun

Miðvikudaginn 26. mars verður jafningjastuðningsfundur kl. 17 í kaffistofunni á 1. hæð í Hátúni 10b. Við stefnum á að hafa kynningu á Tai chi æfingum sem eiga að vera sérstaklega góðar fyrir fólk með Parkinsonsjúkdóminn. Tai chi kennarinn gæti reyndar þurft að fresta kynningunni en ef það gerist þá ætlum við að gera tal- og raddæfingar saman í staðinn. Sjáumst hress á miðvikudaginn kl. 17.