Tabú og ÖBÍ: Námskeið fyrir fatlaðar og/eða langveikar konur

Tabú og Kvennahreyfing ÖBÍ halda námskeið fyrir fatlaðar og/eða langveikar konur sem hefst 2. febrúar nk. en mikil eftirspurn hefur verið eftir slíku námskeiði. Fyrri námskeið hafa vakið mikla ánægju og skapað hóp af konum sem nú vinnur saman að því að efla sig sjálfar og vinna að samfélagsumbótum, hver með sínum hætti.

Tabú er femínísk hreyfing þar sem sjónum er beint að margþættri mismunun gagnvart fötluðu fólki. Hún er sprottin af baráttukrafti kvenna, sem hafa ekki einungis upplifað misrétti á grundvelli fötlunar og kyngervis, heldur einnig mögulega kynhneigðar, kynþáttar og aldurs svo eitthvað sé nefnt.

Nánari upplýsingar um Tabú má finna hér. Hægt er að skrá sig á námskeiðið hér en skráningu lýkur 18. janúar.