Styrktartónleikar Parkinsonsamtakanna 7. september

FB_cover2_Styrktartonleikar_2016

Stórtónleikar til styrktar Parkinsonsamtökunum á Íslandi verða haldnir í Gamla bíói við Ingólfsstræti miðvikudaginn 7. september kl. 20.00. Margar af okkar skærustu stjörnum í tónlistarheiminum munu koma fram á tónleikunum en allir listamennirnir gefa vinnu sína til styrktar Parkinsonsamtökunum.

Fram koma:
Bogomil Font og Flís
Bræðrabandið
Einar Már Guðmundsson
Hjálmar
Jón Jónsson
KK
Mugison
Sigríður Thorlacius
Sóley
Valdimar Guðmundsson

Davíð Þór Jónsson og Helgi Júlíus Óskarsson sjá um skipulagningu.

Ólafía Hrönn Jónsdóttir er kynnir kvöldsins.

Miðaverð er 3.900 kr. og miðasalan er á midi.is.

Ekki missa af þessum einstaka viðburði.