Skráning í Reykjavíkurmaraþonið 2017 er hafin

Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2017 sem fram fer í 34.sinn þann 19. ágúst nk. er hafin á marathon.is.

Fimm vegalengdir eru í boði og því ættu allir aldurshópar og öll getustig að geta fundið eitthvað við sitt hæfi:

  • Maraþon (42,2 km)
  • Hálfmaraþon (21,1 km)
  • 10 km hlaup
  • 3 km skemmtiskokk
  • Krakkahlaup

Hlauparar eru hvattir til að skrá sig snemma því þátttökugjaldið hækkar eftir því sem nær dregur hlaupi. Síðasti frestur til að skrá sig á lægsta verðinu er 15.mars.

Allir sem taka þátt og hlaupa, skokka eða ganga (óháð vegalengd) geta safnað áheitum fyrir Parkinsonsamtökin í áheitasöfnun hlaupsins á hlaupastyrkur.is. Áheitasöfnun er mikilvæg fjáröflun fyrir Parkinsonsamtökin og í fyrra söfnuðust um 1,5 milljónir. Við erum afar þakklát fyrir þann stuðning. Takk fyrir að hlaupa fyrir Parkinsonsamtökin!