Skemmtiferðin 2014: Hringnum lokið

Snorri Már stóð sig frábærlega í Skemmtiferðinni 2014 en hann kláraði að hjóla Vestfjarðahringinn þann 19. júlí. Tilgangur Skemmtiferðarinnar var að hvetja fólk til að hreyfa sig meira og ljóst að margir hafa tekið þeirri áskorun. Við óskum Snorra innilega til hamingju með stórglæsilegan árangur. Hægt er að skoða Facebook-síðu Skemmtiferðarinnar hér en þar má finna skemmtilegar færslur og myndir úr ferðinni.


19_07_2014_119_07_2014_2
Hér má sjá Snorra ásamt ferðafélögum og fjölskyldu á Ísafirði þegar hringnum var lokið.