Síðasti Pappírspésinn

Síðasti Pappírspésinn fer í póst í dag!
Undanfarin ár hafa félagsmenn átt kost á því að fá Pésann sendan heim með pósti en það hefur haft umtalsverðan kostnað í för með sér fyrir samtökin. Þar sem flestir eru með tölvupóst þá var gerð tilraun í byrjun ársins og fréttabréf sent til félagsmanna með tölvupósti. Það gekk mjög vel en þó eru nokkrir félagsmenn sem hafa ekki skráð tölvupóstfang sitt hjá samtökunum. Við hvetjum alla sem vilja fá fréttir frá Parkisonsamtökunum að skrá tölvupóstfangið sitt á heimasíðunni: www.parkinson.is/postlisti. Þeir sem vilja áfram fá fréttabréf sent heim með pósti verða óska eftir því sérstaklega í síma 552-4440.

Hægt er að skoða Pésann hér.