Landsbyggðin

Parkinsonsamtökin á Íslandi vilja vera í góðum tengslum við félagsmenn um land allt. Fundir sem eru haldnir á landsbyggðinni eru auglýstir á heimasíðu samtakanna og í fréttabréfi (Dagskránni) á viðkomandi stað.
Til að auka þjónustu við félagsmenn á landsbyggðinni þá er núna allir félagsfundir sem eru haldnir í Reykjavík teknir upp og settir á netið en hægt er að horfa á þá hér.

 

Stuðningshópar

Stuðningshópar eru vettvangur fyrir Parkinsongreinda og/eða aðstandendur til að hittast og ræða við fólk í sömu sporum. Það getur verið mikill styrkur í því að tala við fólk sem glímir við sömu vandamál og þekkir þau af eigin reynslu. Viltu stofna stuðningshóp? Hafðu samband við Parkinsonsamtökin í gegnum netfangið: parkinsonsamtokin@gmail.com eða í síma 552-4440 og við aðstoðum þig.

 

Parkinsonfélag Akureyrar og nágrennis

PAN (2)

Parkinsonfélag Akureyrar og nágrennis (PAN) var stofnað 1. maí 1987 og starfar í góðri samvinnu við Parkinsonsamtökin á Íslandi. Félagsmenn í PAN eru á svæðinu frá Sauðárkróki til Húsavíkur en félagið heldur uppi fræðslu og félagsstarfi á svæðinu.

Arnfríður Aðalsteinsdóttir, formaður
Netfang: parkinsonfelag@gmail.com

Eiríkur Jónsson, gjaldkeri
GSM: 860-4950

Guðrún Hafdís Óðinsdóttir, ritari

Bergmundur Stefansson, meðstjórnandi
Rögnvaldur Reynisson, meðstjórnandi

Heiða Björk Jónsdóttir, varastjórn
Margrét Marvinsdóttir, varastjórn