Samstarfssamningur við Lyfju

Mynd (tv): Sigurbjörn Gunnarsson framkvæmdarstjóri Lyfju hf., Reynir Kristinsson ritari Parkinsonsamtakanna og Stefanía Fanney Björgvinsdóttir vörustjóri lausasölulyfja hjá Lyfju hf.

Nýlega skrifuðu Sigurbjörn Gunnarsson framkvæmdarstjóri Lyfju hf. og Reynir Kristinsson ritari Parkinsonsamtakanna undir samstarfssamning.

Samningurinn veitir félagsmönnun samtakanna afslætti í apótekum Lyfju og mun Lyfja ennfremur styrkja Parkinsonsamtökin á samningstímanum með því að auglýsa í blaði og á vef samtakanna.