Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Öryrkjabandalag Íslands er að safna undirskriftum til að skora á stjórnvöld um að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eigi síðar en á haustþingi 2015.

Til stendur að vera með undirskriftasöfnun í Kringlunni helgina 30. – 31. maí nk. og nú er verið að leita eftir sjálfboðaliðum sem eru tilbúnir að taka þátt í þessu átaki. Á laugardag verðum við með borð frá kl. 11.00 – 18.00 og á sunnudag frá 13.00 til 18.00 og þurfum við tvo einstaklinga til að vera á staðnum í einn til tvo tíma með undirskriftarlista.

Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Ernu hjá Parkinsonsamtökunum í síma 552-4440 eða með því að senda tölvupóst á netfangið parkinsonsamtökin@gmail.com í seinasta lagi á fimmtudaginn.

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er leiðarvísir að því hvernig tryggja skal fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra í lífinu og gera því þannig kleift að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Núna hafa 151 lönd fullgilt samninginn og einungis fjögur Evrópulönd eiga eftir að fullgilda hann, Finnland, Írland, Holland og Ísland.