Sálfræðiþjónusta í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands – undirskriftasöfnun

ADHD samtökin hafa í samvinnu sjö önnur félagasamtök hrint af stað undirskriftasöfnun þar sem stjórnvöld eru hvött til að fella sálfræðiþjónustu nú þegar undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands.

Sálfræðiþjónusta er í dag undanskilin almennri greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga. Vaxandi fjöldi fólks greinist með andleg veikindi en aðgengi að þjónustu fyrir þennan hóp er takmarkað og kostnaður vegna hennar mörgum ofviða. Þetta hefur margvíslegar alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir einstaklinga og samfélagið allt.

Með undirskrift tekur einstaklingur undir þá kröfu að sálfræðiþjónusta verði veitt á sömu forsendum og önnur heilbrigðisþjónusta. Auk ADHD samtakanna standa að undirskriftasöfnuninni, Barnaheill – Save the Children á Íslandi, Einhverfusamtökin, Einstök Börn, Landssamtökin Þroskahjálp, Sjónarhóll – ráðgjafarmiðstöð, Tourette-samtökin á Íslandi og Umhyggja – félag langveikra barna.

Undirskriftasöfnunin fer fram hér.