Rýnihópur fyrir heimaþjónustu hjá Reykjavíkurborg

Félagsmönnum í Parkinsonsamtökunum stendur til boð að taka þátt í rýnihópi vegna heimaþjónustu hjá Reykjavíkurborg. Nú er verið að vinna að nýrri stefnu varðandi stuðningsþjónustu í heimahúsum hjá Reykjavíkurborg og rýnihópar með hagsmunaaðilum eru liður í þeirri vinnu. Heimaþjónustan á að tryggja að fólk geti búið heima eins lengi og mögulegt er.

Parkinsonsamtökin óska eftir um það bil 6 félagsmönnum til að taka þátt í rýnihóp en þeir félagsmenn þurfa að hafa reynslu af stuðningsþjónustu, annað hvort sem notendur eða aðstandendur. Þetta er frábært tækifæri fyrir þá sem vilja koma með ábendingar og hafa áhrif.

Áhugasamir félagsmenn geta skráð sig hér fyrir neðan og þá verður haft samband við þá í framhaldinu.