Reykjalundur fyrir Parkinsongreinda

Á Reykjalundi er unnið frábært starf fyrir Parkinsongreinda. Einstaklingum sem greinast með Parkinsonsveiki stendur til boða meðferð í hópi á Reykjalundi. Þar sem endurhæfingin hefur áhrif á framgang sjúkdómsins er ákjósanlegt að koma sem fyrst í endurhæfingu eftir greiningu.

Ef einhver ný vandamál tengd sjúkdómnum koma upp er möguleiki á mati á göngudeild. Einnig er möguleiki á endurtekinni meðferð á dagdeild ef vandi er flókinn og þarfnast þverfaglegrar meðferðar.

Í Parkinsonteymi Reykjalundar starfa endurhæfingar- og taugalæknir, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar og talmeinafræðingar, auk félagsráðgjafa, næringarfræðings og sálfræðinga eftir þörfum.

Nánari upplýsingar um endurhæfinguna má finna hér.

Starfsfólkið á Reykjalundi hefur búið til fræslumyndbönd um Parkinsonsjúkdóminn og úrræði en myndböndin má sjá hér.