Regluleg styrktarþjálfun tvisvar í viku hjá Styrk

Ef þú vilt fá góða leiðsögn, hvatningu og stuðning frá sjúkraþjálfara og þjálfa með hópi fólks tvisvar í viku þá er þetta eitthvað fyrir þig. Sigurður Sölvi, sjúkraþjálfari hjá Styrk, mun vera með reglulega styrktarþjálfun fyrir fólk með Parkinson tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 15.30-16.30.

Annan daginn verður unnið með liðleika og jafnvægi ásamt styrktarþjálfun í tækjasal. Hinn daginn verður stöðvarþjálfun og styrktaræfingar með áherslu á jafnvægi og samhæfingu.

Verðið er mismunandi fyrir einstaklinga en fer eftir gjaldskrá Sjúkratrygginga um hópþjálfun og greitt er fyrir hvern tíma sem mætt er í.

Nánari upplýsingar og skráning hjá Styrk í síma 587-7750 en einning er hægt að skrá sig hér fyrir neðan:

Skráning