Raddþjálfunarnámskeið hefst 5. nóvember

Framhaldsnámskeið í raddþjálfun hefst á Reykjalundi 5. nóvember 2014. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa áður farið í gegnum 4 vikna raddþjálfunarnámskeið á Reykjalundi eða annars staðar. Hægt er að skrá sig og fá allar nánari upplýsingar hér.

Fjöldi þátttakenda er takmarkaður svo það er best að skrá sig sem fyrst! Annað námskeið verður haldið eftir áramótin fyrir þá sem ekki komast á þetta námskeið.