Parkinsonsjúkdómurinn á Íslandi á RÚV

Heimildarmyndin, Parkinsonsjúkdóminn á Íslandi, verður sýnd á RÚV þriðjudaginn 28. janúar kl. 20.10.
Parkinsonsamtökin létu gera myndina í tilefni af 30 ára afmæli samtakanna. Í myndinni fjalla læknar um helstu einkenni og meðferðarúrræði við parkinsonsjúkdómnum, um leið og fylgst er með hvaða áhrif hann hefur haft á líf þriggja einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Myndin er mjög vel heppnuð í alla staði og við hvetjum ykkur til að vera rétt stillt þegar myndin verður sýnd á RÚV.