Parkinsonsamtökin í Kringlunni laugardaginn 29. apríl

Parkinsonsamtökin verða í Kringlunni laugardaginn 29. apríl milli kl. 11 og 18.

Dagskrá:
11.30  Guðmundur Samúelsson
12.30  Parkinsonkórinn
13.30  Brassbandið
15.30  Jónas Sig
16.30  Magni Ásgeirsson

  • Kynning á Parkinsonsamtökunum
  • Fagfólk og félagsmenn verða á staðnum og svara fyrirspurnum
  • Parkinsonbolirnir hannaðir af Hugleiki Dagssyni verða til sölu
  • Blöðrur handa krökkunum

Við höfum fengið fagfólk, félagsmenn og frábæra tónlistarmenn til liðs við okkur og saman ætlum við að gera daginn ógleymanlegan. Fjölmennum og bjóðum vinum og vandamönnum með á þennan skemmtilega viðburð.