Parkinsonkaffi / Fræðslufundur fimmtudaginn 2. mars

Parkinsonkaffi / Fræðslufundur verður fimmtudaginn 2. mars kl. 17.00 í Setrinu, Hátúni 10, 1. hæð. Gestur fundarins verður Sigurbjörg Fjölnisdóttir, deildarstjóri á skrifstofu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, en hún mun kynna þá þjónustu sem er í boði hjá Reykjavíkurborg ásamt því að svara fyrirspurnum. Stuðningsþjónusta, liðveisla, akstursþjónusta, félagsstarf og heilsuefling eru dæmi um það sem stendur fólki til boða. Við hvetjum alla félagsmenn til að koma og kynna sér það sem er í boði.