Parkinsonkaffi / Fræðslufundur fimmtudaginn 19. janúar

Fimmtudaginn 19. janúar kl. 17.00 verður Parkinsonkaffi í Setrinu, Hátúni 10, 1. hæð. Gestur fundarins verður Unnur Guðrún Pálsdóttir (Lukka) annar höfundur bókarinnar Máttur matarins. Hún ætlar að fjalla um áhrif mataræðis á heilsuna með sérstaka áherslu á taugasjúkdóma og Parkinson.

Höfundar bókarinnar, Unnur Guðrún Pálsdóttir (Lukka) og Þórunn Steinsdóttir, eru þekktar fyrir áhuga sinn á matargerð, hollum lifnaðarháttum og forvörnum gegn krabbameini og öðrum sjúkdómum. Þær fengu til liðs við sig lækna og annað fagfólk við gerð bókarinnar sem getur nýst öllum sem vilja efla heilsuna og varnir líkamans gegn vágestum.

Mynd: Forlagið