Parkinsonkaffi fimmtudaginn 6. apríl: Vala Kolbrún taugalæknir

Fimmtudaginn 6. apríl kl. 17.00 verður Parkinsonkaffi í Setrinu, Hátúni 10, 1. hæð. Gestur fundarins er Vala Kolbrún Pálmadóttir, taugalæknir á Landspítalanum. Vala Kolbrún hóf nýlega störf á taugadeild Landspítalans en hún er sérfræðingur í Parkinsonsjúkdómi. Hún ætlar að segja okkur frá störfum sínum á Landspítalanum og því sem framundan hjá taugadeildinni.