Parkinsonganga um Vífilsstaðavatn

Miðvikudaginn 26. júlí verður Parkinsonganga kringum Vífilsstaðavatn. Lagt verður af stað frá bílastæðinu við Vífilsstaðavatn kl. 17.00 og gengið á göngustíg kringum vatnið  og endað á sama stað. Þetta verður létt ganga sem hentar bæði börnum og fullorðnum en gangan tekur um 45 mínútur. Þeir sem vilja geta sest niður eftir gönguna og spjallað og þá gæti verið gott að hafa með sér kaffi, te eða kakó á brúsa. Allir hjartanlega velkomnir.