Parkinsonganga í Laugardal miðvikudaginn 24. maí

Parkinsonganga verður í Laugardalnum, miðvikudaginn 24. maí. Við ætlum að hittast kl. 17.00 við innganginn í Grasagarðinn (bílastæði við Skautahöllina). Gestur Kristjánsson mun leiða gönguna sem mun enda á Kaffi Flóru þar sem hægt er að fá sér hressingu.

Gestur ætlar að skipuleggja tvær göngur fyrir Parkinsonsamtökin í júlímánuði:

Miðvikudagur 5. júlí kl. 17.00
Gengið um Ægissíðu. Mæting við Nauthól.

Miðvikudagur 26. júlí kl. 17.00
Gengið í kringum Vífilsstaðavatn. Mæting á bílastæði við Vífilsstaðavatn.

Velkomið að taka með sér gesti, þetta eru göngur sem geta hentað bæði fyrir börn og fullorðna.